Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Íslensku skjalasöfnin

Hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands.

Þjóðskjalasafn Íslands.

Í Þjóðskjalasafni eru nú varðveittir um 40 km af skjölum ef mælt er í samanlagðri hillulengd.

Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir frumgögn, sem fyrrum voru nefnd handrit, sem orðið hafa til við opinbera stjórnsýslu í landinu hverju nafni sem þau nefnast. Það er ríkisskjalasafn og er öllum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum félögum sem njóta opinberra styrkja og öllum embættum skylt að skila til safnsins skjölum sínum sem orðin eru 30 ára gömul. Þessir aðilar eru nú um 1000 talsins. Á sama hátt er sveitarfélögum skylt að varðveita skjöl sín og afhenda þau Þjóðskjalasafni til varðveislu, nema þau reki héraðsskjalasafn sem annast þá þetta hlutverk.

Þjóðskjalasafn annast ráðgjöf varðandi alla opinbera skjalavörslu sem varðar meðferð þeirra gagna sem ekki hefur enn verið skilað. Það gefur út leiðbeiningar um skjalavörslu og gengst fyrir námskeiðum fyrir skjalaverði stofnana. Ennfremur hefur Þjóðskjalasafn annast kennslu í skjalfræði í Háskóla Íslands og haldið námskeið fyrir héraðsskjalaverði. Þessir þættir starfseminnar og almenn þjónusta á sviði upplýsinga fer ört vaxandi.

Reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994

Héraðsskjalasöfnin á Íslandi.

Héraðsskjalasöfnin á Íslandi.

Héraðsskjalasöfnin starfa samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglugerð nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn og lúta faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Héraðsskjalasöfnum er ætlað að annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. embættum, stofnunum og félögum innan marka þess sveitafélags eða þeirra sveitarfélaga sem héraðsskjalasafnið tekur til samkvæmt starfssamningi um rekstur þess, skrásetja þau og gera aðgengileg notendum og á allan hátt leitast við að varðveita og efla þekkingu á sögu umdæmisins. Jafnframt eiga söfnin að safna skjölum einstaklinga og félagasamtaka, auk ljósmynda, hljóð- og myndbanda, sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur

Borgarskjalasafn Reykjavíkur.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og er rekið af Reykjavíkurborg.

Hlutverk safnsins er að safna, varðveita og gera aðgengileg skjöl og aðrar skráðar heimildir, sem hafa að geyma upplýsingar um starfsemi og sögu Reykjavíkur og borgarstofnana. Safnið varðveitir eldri skjöl borgarstofnana og leiðbeinir þeim um skjalastjórn og tekur ákvarðanir um eyðingu skjala.

Safnið tekur einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja.

Öllum er heimill aðgangur að safninu og aðstoða starfsmenn gesti við að finna upplýsingar og heimildir.

 

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén