Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Leiðari

Opinberu skjalasöfnin á Íslandi bjóða ykkur velkomin á vef Norræna skjaladagsins árið 2016. Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður þar sem skjalasöfnin á Norðurlöndum veita aðgang að heimildum sem þau hafa í sínum fórum. Fyrsti Norræni skjaladagurinn var haldinn árið 2001 og er það efni sem til umfjöllunar hefur verið aðgengilegt hér á vefnum. Ávallt er tekið fyrir eitt viðfangsefni og að þessu sinni ber það yfirskriftina „Til hnífs og skeiðar“. Matvælaöflun, verkun, úrvinnsla, umsýsla og neysla matvæla fellur undir þessa víðu yfirskrift og á sama hátt er skortur á mat jafngilt umfjöllunarefni og ofgnótt hans.

Það er raunverulega ótrúlegt að Ísland með sínar miklu auðlindir hafi ekki um aldir getað framfleytt fleira fólki en raun bar vitni. Veruleg tækibylting í sjávarútvegi og landbúnaði náði vart til Íslands fyrr en á 20. öld, en sú tæknibylting margfaldaði afrakstur landsins og gaf sjómönnum tækifæri til að auka fiskveiðar stórkostlega. Í dag ætti enginn að svelta á Íslandi og er það veruleiki sem var forfeðrum og -mæðrum okkar fjarri.

Hér á vefum má sjá margvíslega nálgun á viðfangsefnið. Mörg safnanna fjalla um hvernig matvælaframleiðsla breyttist á 20. öld. Fjallað er um félög sem stofnuð voru til þess að bæta nýtingu matvæla, matreiðslubækur, húsmæðraskóla og heimilisbókhald fyrr á tímum svo nokkuð sé nefnt. Það er okkar von að þið njótið efnisins og fræðist um leið um þennan þátt íslenskrar sögu.

 

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén