Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Brot úr dagbók Ara Brynjólfssonar í Papey

Ari Brynjólfsson (1849-1925) bjó í aðeins tæpt ár í Papey. Hann hélt dagbók, sem varðveit er í Héraðsskjalasafni Ausfirðinga á Egilsstöðum. Hún hefst í júní 1882 og endar í mars 1883. Dagbókin geymir stuttorðaðar lýsingar af annasömum dögum. Það var gengið til eggja, stundaðar fuglaveiðar, róið til fiskjar og hefðbundnum búskap sinnt. Allar afurðirnar af landi og sjó voru nýttar af kostgæfni.

Myndin hér fyrir ofan sýnir færslur úr dagbókinni frá fyrri hluta ágústmánaðar 1882. Þar má sjá að í Papey höfðu menn nóg til hnífs og skeiðar og ekki skorti fiður í sængur, en mikið þurfti fyrir lífinu að hafa.

Samantekt Ara yfir nytjar af hlunnindum í Papey og úteyjum í ágústmánuði 1882.

Samantekt Ara yfir nytjar af hlunnindum í Papey og úteyjum í ágústmánuði 1882.

Í eynni var bændakirkja og þann 15. júní 1882 fóru piltar í land eftir séra Þorsteini Þórarinssyni í Berufirði sem tók fólk til altaris og gaf Ara og unnustu hans, Ingibjörgu Högnadóttur (1855-1927), saman í heilagt hjónaband. Ekkert er minnst á veisluhöld, en sjá má í dagbókinni að þann 13. júní var slátrað einni á svo ætla má að boðið hafi verið upp á steik.

Ingibjörg Högnadóttir, Ari Brynjólfsson og dætur þeirra Anna Kristín og Jónína Rósa.

Ingibjörg Högnadóttir, Ari Brynjólfsson og dætur þeirra Anna Kristín og Jónína Rósa.

 

Next Post

Previous Post

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén