Það var mjög algengt í Neskaupstað, sem og annarstaðar við sjávarsíðuna, að fólk náði sér í þorskhausa til að skera úr þeim gellur og kinnar. Þær voru bæði borðaðar nýjar og nætursaltaðar, einnig voru þær saltaðar í kúta og geymdar til seinni tíma. Þótti þetta mjög góður matur, og er svo enn í dag.