Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Skotmannshlutur

Á manntalsþingi á Húsavík hinn 5. júni 1880 var eftirfarandi skjali (PG-2/6) þinglýst.

Hér með óskum við undirskrifaðir að yður herra sýslumaður mætti þóknast að þinglýsa því löglega á okkar kostnað að við höfum útbúnað til hvalveiða og að við þegar höfum skotið á 2 hvali hvar af annar þeirra var mjög særður, svo við drögum það ekki í efa að hann af gjörðum áverka hljóti dauðann.

Við lýsum því hér með yfir að hvar sem hvalir kynnu að finnast á floti eða reka með járni í merktu F.I. og I.A. fyrra merkið á apturenda lensunnar hið seinna á blaðinu, og eins á Oddkúlum þeim sem við líka brúkum, gjörum við kröfu til skotmannshluts og að öðru leiti því sem löginn heimila fyrir veiði okkar.

Af því við framvegis ætlum að reyna þessa veiði óskum við að ofanskrifuð auglýsing verði löglega þinglesin svo okkar réttur geymist.

Ytri-bakka 15, maí 1880
Friðrik Jónsson
Jón Antonsson
Arnarnesi

 

Next Post

Previous Post

© 2025 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén