Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Matarkistan

Drangey sett í svalan mar
sífellt mettar snauða.

Svona hefst vísa eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum um Drangey í Skagafirði. Eyjan hefur verið nefnd „mjólkurkýr“, „vorbæra“ og „matarkista“ Skagfirðinga sem er tilvísun í hversu mikilvægu hlutverki hún hafði að gegna við mataröflun í gegnum tíðina. Til Drangeyjar héldu Skagfirðingar til fuglaveiða og eggjatöku.

Veiðivertíð við Drangey 1951.

Veiðivertíð við Drangey 1951. Úr ljósmyndasafni Erlendar Hansen.

Miðað við frásögn Alberts Sölvasonar sem stundaði eggjatöku og veiði í Drangey á þriðja áratug 20. aldar var veiðivertíðin frá byrjun maí og fram í byrjun júlí. Um 60 manns tóku þátt í veiðinni og um 20 bátar. Á góðu aflaári gat veiðin verið um 70-80.000 fuglar. Eggjataka hófst í maí, fyrra sigið var venjulega um miðjan maí og seinna siginu varð að vera lokið fyrir Jónsmessu. Mikil búbót var  af þessum nytjum í Drangey en ekki án fórna því nokkrar frásagnir eru til af mönnum er fórust í og við Drangey.

Í Drangeyjarfjöru í kringum 1950. Á myndinni sjást vel flekarnir sem notaðir voru til að veita fuglana.

Í Drangeyjarfjöru í kringum 1950. Á myndinni sjást vel flekarnir sem notaðir voru til að veita fuglana. Úr ljósmyndasafni Sigurfinns Jónssonar.

Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga er varðveitt töluvert af gögnum sem tengjast eyjunni, t.d. formannavísur, örnefnalýsingar, söguágrip, og ljósmyndir.

Bjargsig í Drangey kringum 1940-1950.

Bjargsig í Drangey kringum 1940-1950.

Eggjataka í Drangey í kringum 1950. Eggin skyggð.

Eggjataka í Drangey í kringum 1950. Eggin skyggð. Úr ljósmyndasafni Sigurfinns Jónssonar.

 

 

Next Post

Previous Post

© 2023 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén