Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Húsmæðranámskeið á Akranesi árið 1926

Á myndinni hér að ofan eru f.v.: Helga Kristmannsdóttir í Albertshúsi, Ragnheiður Björnsdóttir á Bakka (síðar kona Júlíusar Einarssonar), Lára Guðmundsdóttir á Ólafsvöllum (síðar kona Ólafs Jónssonar frá Bæðraparti), Guðrún Einarsdóttir á Bakka (síðar kona Þorkels Halldórssonar), húsmæðrakennarinn Bryndís frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, Guðrún Ásmundsdóttir í Lambhúsum (síðar „í Einarsbúð”), Ólafía Þorvaldsdóttir á Valdastöðum (síðar kona Gests Andréssonar að Hálsi í Kjós, Lovísa Jónsdóttir frá Stað (síðar kona Axels Sveinbjörnssonar) og Sveinbjörg Sveinsdóttir á Akri, Akranesi. Takið eftir því sem virðast vera „pottaleppar” og flestar konurnar bera.

 

Sumarið 1926 var haldið sex vikna matreiðsluámskeið niðri á Breið, í sumarbústað Ingunnar Sveinsdóttur og Haraldar Böðvarssonar.

Námskeiðinu stýrði Bryndís Guðmundsdóttir frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi.

Á myndunum má sjá þátttakendur í matreiðslunámskeiðinu.

Húsmæðranámskeið á Akranesi árið 1926

Efri röð frá vinstri: Lára Guðmundsdóttir á Ólafsvöllum, Guðrún Einarsdóttir (1906-1985) á Bakka, Bryndís Guðmundsdóttir stjórnandi (frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi), Guðrún Ásmundsdóttir (1904-1998) í Lambhúsum og Sveinbjörg Sveinsdóttir (1902-1969) á Akri. Fremri röð frá vinstir: Helga Kristmannsdóttir í Albertshúsi, Ragnheiður Björnsdóttir (1904-1996) á Bakka, Ólafía Þorvaldsdóttir (1908-1947) á Valdastöðum og Lovísa Jónsdóttir á Stað.

Húsmæðranámskeið á Akranesi árið 1926

Vinkonur. Ólafía Þorvaldsdóttir (1908-1947) frá Valdastöðum og Ragnheiður Björnsdóttir (1904-1996) á Bakka.
Myndin var tekin 1926, er þær sóttu 6 vikna húsmæðranámskeið sem var haldið í sumarhúsi Haralds Böðvarssonar á Breiðinni.

 

Next Post

Previous Post

© 2023 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén