Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Kvennafræðarinn

Elín Rannveig Briem fæddist á Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856 og var dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríkisdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem sýslumanns Eyfirðinga. Elín var ein af 19 systkinum.

Árið 1861 varð Eggert sýslumaður Skagfirðinga og flutti þá fjölskyldan til Skagafjarðar. Eftir stutta dvöl á Viðvík fluttu þau að Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Vorið 1872 flutti fjölskyldan svo að Reynistað.

Elín var ein þeirra er átti frumkvæðið að því að stofnaður yrði kvennaskóli í Skagafirði. Haustið 1877 hófst kennsla í Kvennaskóla Skagfirðinga og kenndi Elín við skólann næstu árin.

Eitt af bréfum Elínar Briem sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Bréfið ritar Elín til Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað, systur Elínar.

Eitt af bréfum Elínar Briem sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Bréfið ritar Elín til Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað, systur Elínar.

Eitt af bréfum Elínar Briem sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Bréfið ritar Elín til Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað, systur Elínar.

Eitt af bréfum Elínar Briem sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Bréfið ritar Elín til Sigríðar Jónsdóttur á Reynistað, systur Elínar.

Elín fór svo til Danmerkur sumarið 1881 og lauk prófi frá húsmæðrakennaskóla Nathaile Zahle í Kaupmannahöfn árið 1883. Er heim var komið tók hún við stjórn Kvennaskólans á Ytri-Ey á Skagaströnd en hann var rekinn af Skagfirðingum og Húnvetningum.

Úr efnisyfirliti Kvennafræðarans.

Úr efnisyfirliti Kvennafræðarans.

Í frítíma sínum ritaði Elín bókina Kvennafræðarinn. Þetta var fyrsta íslenska matreiðslubókin sem náði mikillri útbreiðslu. Hún kom út árið 1888 í þrjú þúsund eintökum og seldist upp innan eins árs. Bókin var endurprentuð fjórum sinnum og talin hafa mikil áhrif á íslenska matargerð.

Ef spurt væri að því bvaða bók íslensk hafi átt mestan þátt í að bæta lifnaðarhætti og heimilisstjórn íslendinga, yrði svarið ótvírætt: Kvennafræðarinn. …Og það er ekk i ofsagt þótt sagt sé, að engin íslensk bók hefir valdið jafn mikilli og hollri breytingu á heimilunum, aukið hreinlæti, kennt hagsýni og gjört við- viðurværi manna fjölbreyttara, en þessi, ég vil segja, sígilda íslenska matreiðslubók. Matreiðslubók er ekki algjörlega réttnefni, því að Kvennafræðarinn fjallar um margt fleira en matreiðslu, um öll heimilisstörf, og er sanni nær að segja, að af Kvennafræðaranum geti hver meðalgreind kona lært flest það, er að hússtjórn lítur.“
(19. júní, 9. tölublað (01.11.1926), bls. 67).

Elín lést í Reykjavík 4. desember 1937.

 

Next Post

Previous Post

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén