Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Frá fjalli á fat

Á Íslandi hefyr verið sauðfjárhald frá upphafi landnáms norrænna manna og verið einn veigamesti þátturinn í landbúnaði á Íslandi. Sauðkindin hafði þríþætt gildi fyrir afkomu þjóðarinnar. Hún gaf af sér mjólk til osta-, skyr- og smjörgerðar, ull og skinn til klæða og skjóls, og loks kjöt, mör og tólg til manneldis. Á Héraðsskjalasafni Árnesinga má finna fjölda ljósmynda þar sem hægt er að rekja lífshlaup sauðkindarinnar frá sauðburði þangað til hún er komin á diskinn með brúnuðum kartöflum, Ora grænum baunum, brúnni sósu og rabbabarasultu – máltíð sem svíkur engan.

 

Next Post

Previous Post

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén