Á Íslandi hefyr verið sauðfjárhald frá upphafi landnáms norrænna manna og verið einn veigamesti þátturinn í landbúnaði á Íslandi. Sauðkindin hafði þríþætt gildi fyrir afkomu þjóðarinnar. Hún gaf af sér mjólk til osta-, skyr- og smjörgerðar, ull og skinn til klæða og skjóls, og loks kjöt, mör og tólg til manneldis. Á Héraðsskjalasafni Árnesinga má finna fjölda ljósmynda þar sem hægt er að rekja lífshlaup sauðkindarinnar frá sauðburði þangað til hún er komin á diskinn með brúnuðum kartöflum, Ora grænum baunum, brúnni sósu og rabbabarasultu – máltíð sem svíkur engan.
Kjötsúpa elduð. Ljósmyndari: Ella Jónasson.
Tungnaréttir 1958. Ljósmyndari: Gunnar Karl Gränz.
Kjötskurður í kjötvinnslu Hafnar á 9. áratugnum. Ljósmyndari: Sigurður Jónsson.
Kjötborðið í Kaupfélaginu Höfn. Ljósmyndari: Sigurður Jónsson.
Matnum gerð góð skil. Ljósmyndari: Haraldur H. Pétursson.
Fjallsafn Hrunamanna rekið til byggða. Ljósmyndari: Sigurður Sigmundsson.
Sauðfjárslátrun í Sláturfélagi Suðurlands á 9. áratugnum. Ljósmyndari: Kristján Einarsson.
Lambakóróna með rósmarínfyllingu. Afrakstur fagkeppni kjötiðnarmanna í Kjötvinnslu Hafnar. Ljósyndari: Sigurður Jónsson.
Dilkaskrokkar í kjötsal í sláturhúsi. Ljósmyndari: Óþekktur.
Related