Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Anna Tómasdóttir hóteleigandi

Hjónin Ólafur Jónsson (1836-1898) og Valgerður Narfadóttir (1840-1892) fluttu með börn sín frá Skagaströnd til Akureyrar 1884. Neðarlega við Strandgötuna, nr 33, reistu þau tvílyft timburhús og stofnuðu þar Hótel Oddeyri.

Eftir að Ólafur missti konuna giftist hann að nýju, Önnu Steinunni Tómasdóttur (f. 1863). Anna hafði komið til Akureyrar 1889 vestan frá Þingeyri og var vinnukona hjá þeim Valgerði og Ólafi vert.

Anna Steinunn Tómasdóttir (f.1863) hóteleigandi á Akureyri og synir hennar Valgarður (f. 1897) og Eggert (f. 1895).

Anna Steinunn Tómasdóttir (f.1863) hóteleigandi á Akureyri og synir hennar Valgarður (f. 1897) og Eggert (f. 1895).

Ólafur lést 1898 en Anna hélt rekstrinum áfram og bætti frekar í því 1905 fékk hún leyfi til að stækka húsið og prýða á ýmsan hátt. Eftir breytingarnar var húsið eitt hið glæsilegasta í bænum[1]. Anna varð fyrir talsverðum skakkaföllum þegar hótelið brann um haustið 1908, ásamt tveimur öðrum húsum á Oddeyri. Húsnæði og húsmunir voru lítið tryggt og matvæli og drykkjarföng ekkert. Anna hélt þó áfram, fyrst í Strandgötu 37 en 1910 fluttist hótelið í Standgötu 1 og var þar uns Anna hætti rekstinum 1915. Fyrstu árin þar á eftir var Anna á Akureyri en fluttist síðar til Noregs.

[1] sjá t.d. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson, 1995: Oddeyri, húsakönnun 1990-1994, bls. 33.

 

Next Post

Previous Post

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén