Til hnífs og skeiðar

Matvæli - fæðuöflun – úrvinnsla – neysla

Kristín Eggertsdóttir, matselja og hóteleigandi

Kristín Eggertsdóttir (1877-1924), fæddist á Kroppi í Eyjafirði. Hún var í Kvennaskólanum á Laugalandi veturna 1892-94 og í Noregi 1905-07 og var þar m.a. í hússtjórnarskóla. Kristín var við kennslu  í Munkaþverársókn 1895-96 og Kvennaskólanum á Akureyri 1896-1901. Kristín var forstöðukona Sjúkrahúss Akureyrar 1907-12. Árið 1915 festi hún kaup á Strandgötu 7 og stofnaði Hótel Oddeyri (nýtt). Áður hafði hún rekið greiðasölu í leiguhúsnæði. Kristín rak Hótel Oddeyri til dauðadags 27. febrúar 1924.

Úr inventarbók Hótels Oddeyri. Eins og sjá má þarf margs konar búnað á veitingastað.

Úr inventarbók Hótels Oddeyri. Eins og sjá má þarf margs konar búnað á veitingastað.

Kristín var kjörin í bæjarstjórn Akureyrar í janúar 1911, fyrst kvenna, og sat til 1914.

Kristín Eggertsdóttir (1877-1924), forstöðukona, bæjarfulltrúi og hóteleigandi á Akureyri.

Kristín Eggertsdóttir (1877-1924), forstöðukona, bæjarfulltrúi og hóteleigandi á Akureyri.

Kristín hafði ákveðnar skoðanir og gerði það sem hún ætlaði sér. Hún þótti dálítið hörð og gat orðið talsvert hvassyrt um það sem henni þótti miður fara. Kvenfélagið Hlíf naut liðstyrks hennar og hún gaf fé til að efla menntun kvenna. Kristín var vel að sér í tungumálum og pantaði t.d. oft vörur frá útlöndum fyrir sjálfa sig og aðrar konur. Hún hafði mikinn áhuga á listum, s.s. leiklist og tónlist og átti snemma grammófón og plötur með þekktustu söngvurum þess tíma. Kristín bar sig vel og var vel klædd.

 

Next Post

Previous Post

© 2024 Til hnífs og skeiðar

Theme by Anders Norén