Hjá sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu fannst bréf dagsett 13.apríl 1923, ritað af Bjarna Jónssyni, Hvammstanga. Þar fer hann fram á laun fyrir nám sitt í Þingeyjarsýslu við ostagerð.
Vill hann halda áfram að vinna við ostagerð ef sýslunefndin sér fram á að hægt sé að tryggja rekstur slíkra búa og jafnvel fjölga þeim. Góð viðbót handa fólki til að hafa til hnífs og skeiðar.